fbpx
Vitfoss verður Vilofoss

Vitfoss verður Vilofoss

Öll fyrirtæki innan DLG sem eru í framleiðslu vítamína og steinefna hafa nú verið sameinuð undir eitt merki: Vilofoss.  Breytingarnar tóku gildi 1. september.

DLG mun nú framleiða öll vítamín og steinefni undir einu merki, Vilofoss.  Sameiningin nær yfir fyrirtækin Vitfoss (Danmörk), Calcialiment (Frakkland), Deutsche Vilomix (Þýskaland) og Feed MIX (Svíþjóð).  Fyrirtækið er með veltu upp á 390 milljónir evra og er eitt það stærsta á Evrópskum markaði fyrir vítamín og steinefni fyrir landbúnað.

„Við skiptum um nöfn til að senda þau skilaboð til viðskiptavina, samstarfsaðila og starfsfólks að Vilofoss sé leiðandi á Evrópskum markaði fyrir vítamín og steinefni.  Hvort sem er í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi eða Svíþjóð, þá erum við eitt, sameiginlegt og sterkt fyrirtæki í Vilofoss“ segir forstjóri Vilofoss, Jacob Holm.

Vilofoss er öflugt fyrirtæki fyrir hagsmuni viðskiptavinarins

Vítamín og steinefnaiðnaðurinn er nauðsynlegur til að ná markmiðum DLG fyrir „Strategy 2021“ og að flytja framleiðslu þeirra alveg undir nafnið Vilofoss sýnir fram á styrkingu og hagræðingu reksturs – allt gert fyrir hag viðskiptavina.

„Við höfum nú þegar í boði vörur sem eru leiðandi á markaði, til dæmis Stalosan, X-Zelit og Peckstone, sem við getum þá markaðssett undir einu nafni  og komið þeim því á framfæri á fleiri mörkuðum en var gert áður.  Það er gott fyrir viðskiptavini á öllum sviðum“  Segir Jacob.

Nafnbreytingin hefur verið vandlega undirbúin og tók gildi 1. september 2018 á öllu marköðum.

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband