fbpx

Hvað eru vítamín og steinefni? Hér að neðan er að finna upplýsingar um hlutverk þessara efna.

Vítamín eru lífræn efni sem eru nauðsynleg fyrir starfsemi líkamans hjá dýrum og mönnum.  Þau eru nauðsynleg til að viðhalda heilbrigði og frjósemi húsdýra og verður að sjá fyrir þeim í fóðri, þar sem líkaminn er í flestum tilfellum ófær um að framleiða þau sjálfur.

Gerlastarfsemi, í þörmum einmaga dýra, sér að einhverju leyti um framleiðslu á vatnsleysanlegum vítamínum og K-vítamíni.  Dýrin nýta vítamín með beinni upptöku sem og með Coprophagi (éta eigin skít).

Vítamín eru flokkuð í tvo flokka:

Fituleysanleg vítamín

  • A-vítamín
  • D-vítamín
  • E-vítamín
  • K-vítamín

Vatnsleysanleg vítamín

  • B-vítamín
  • C-vítamín

Vatnsleysanleg vítamín eru aðeins geymd í líkamanum að litlu magni, þetta þýðir að þörf er á daglegri inntöku.  Ekki er hætta á eitrun á þeim þar sem umfram magn skilar sér út í þvagi, nema það verði of mikil inntaka.

Fituleysanleg vítamín (nema K3-vítamín) eru geymd í líkamanum og því er dagleg inntaka ekki nauðsynleg.  Eitrunaráhrif geta orðið við of mikla inntöku á til dæmis D3-vítamíni.

Steinefni eru ólífræn efni sem eru til staðar víðsvegar í líkamanum, mörg þeirra sinna lykilhlutverkum í frjósemi og líkamsstarfsemi dýra.  Steinefni eru nauðsynleg fyrir efnahvörf, meðal annars vegna þess að mörg þeirra eru hluti í fjölda ensíma.  Steinefni eru líka nauðsynleg fyrir til dæmis frjósemi, beinmyndun, súrefnisflutning og fleira.

Steinefni eru flokkuð í meginsteinefni og snefilsteinefni

Meginsteinefni g/kg

  • Kalk (Ca)
  • Fosfór (P)
  • Magnesíum (Mg)
  • Natríum (Na)
  • Klór (Cl)
  • Kalíum (K)
  • Brennisteinn (S)

Snefilsteinefni mg/kg

  • Járn (Fe)
  • Kopar (Cu)
  • Zink (Zn)
  • Mangan (Mn)
  • Selen (Se)
  • Kóbalt (Co)
  • Joð (I)

Flest steinefni finnast á nokkrum mismunandi formum í náttúrunni.  Leysanleiki steinefna er mismunandi eftir því á hvaða formi þau eru.

Öll vítamín og steinefni hafa nokkur hlutverk í líkamanum.  Meðal annars eru vítamín og steinefni hluti af ensímkerfum sem svokölluð kóensím.  Sem dæmi má nefna að zink er nauðsynlegt fyrir virkni um 200 mismunandi ensíma.

Ensím eru flókin próteinsambönd sem lifa í frumum og breyta öðrum efnum án þess að breytast sjálf.  Þau eru lífrænir hvatar.

Sum ensím aðstoða við myndun vefja eins og til dæmis vöðva.

Önnur ensím starfa við niðurbrot næringarefna í meltingu fóðurs.

Ensím eru oft aðeins virk ef þau eru tengd öðrum efnum, svökölluðum kóensímum, t.d. vítamín eða steinefni.  Þar af leiðandi eru vítamín og steinefni nauðsynleg fyrir afkomu og fjölgun dýra.

Hvernig vítamín og steinefni starfa er hægt að líkja við starfandi verksmiðju.

  • Færibandið = lifandi frumur
  • Starfsmenn = ensím
  • Verkfærin = vítamín
  • Ef engin vítamín eru til staðar, þá skortir verkfærin og framleiðslan stöðvast

Samskipti vítamína og steinefna

Vítamín og steinefni geta haft áhrif á hvort annað, til dæmis þegar kemur að upptöku þeirra.  Það er mikilvægt að útvega vítamín og steinefni í réttu magni til að tryggja jafnvægi þeirra í líkamanum.  Of mikið magn eins vítamíns eða steinefnis getur haft neikvæð áhrif á upptöku og notkun annars vítamíns eða steinefnis.  Ef skortur er á vítamíni eða steinefni hefur það hamlandi áhrif á ýmsa ferla líkamans og getur valdið skertum vexti, frjósemi eða sjúkdómum.

Skortur á steinefnum eða vítamínum getur einnig komið fram í skortseinkennum, sum einkenni gefa sterka vísbendingu um hver skorturinn á meðan önnur einkenni eru ekki svo augljós.  Til dæmis lystarleysi, skertur vöxtur, aukin afföll, takmörkun á framleiðslu afurða o.s.frv..

Offramboð á steinefnum og vítamínum tryggir þó ekki að allar þarfir séu uppfylltar, heldur getur offramboð á einu efni hamlað upptöku á öðru og valdið skorti.

Áhrif steinefna í lífrænum efnasamböndum

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á betri upptöku á steinefnum í lífrænum efnasamböndum, heldur en þau sem eru í ólífrænum efnasamböndum.  Þetta á sérstaklega við selen, þar sem þónokkur lífræn efnasambönd eru til.

Fituleysanleg vítamín

A-vítamín er aðeins að finna í fóðri.  Í plöntum er að finna β-karoten sem breytist í A-vítamín í lifur, slímhimnu mjógirnis eða jafnvel í fituvef.  Finnst í miklu magni í grænu grasi.  

Hlutverk

Mikilvægt fyrir sjónina, frjósemi og ónæmiskerfið.  Styrkir frumur í þekjuvef, bæði húð og slímhimnum.  Nauðsynlegt fyrir beinmyndun og vöðvavöxt.

Samvirkni

Skortur á E-vítamíni leiðir til takmörkunar á upptöku A-vítamíns sem og skertrar getu lifrarinnar til að geyma A-vítamín.  E-vítamín verndar A-vítamín gegn oxun.

Skortseinkenni

Almenn einkenni skorts á A-vítamíni: náttblinda, lakara varnir gegn smitsjúkdómum, lystarleysi og minnkað fóðurát, vanþrif og lélegur vöxtur, matt og úfið hárafar.

Sérstök skortseinkenni:

  • Svín: veikburða, óreglulegur fengitími, minni fjöldi í gotum, veikburða, stórir, blindir eða andvana grísir.
  • Alifuglar: Kjúklingar – ósamræmi í vöðvum, uppsöfnun þvagsýru í legi og nýrum, þrífast illa, náttblinda.  Hænur – léleg frjósemi og klak.

Það eru aðeins nokkrar uppsprettur náttúrulegs D-vítamíns, þær mikilvægustu eru mjólk (mjólkurfita), fiskiolía og hey.
D2-vítamín er af jurtauppruna og er aðeins að finna í gróffóðri sem hefur orðið fyrir geislum sólarinnar.
D3-vítamín er framleitt í húðinni, þegar dýr og menn verða fyrir geislum sólarinnar.
D-vítamín er viðbætt í fóðri í formi D3-vítamíns.

Hlutverk

D-vítamín aðstoðar við upptöku og nýtingu á kalki og fosfór og hindrar að þau tapist í óhóflegu magni í þvagi.  Mikilvægt fyrir tennur, eggjaskurn og vörn gegn sjúkdómum.

Skortseinkenni

Sömu einkenni og við skort á Ca og P.  Hjá ungviði eru einkennin veik og afmynduð bein, beinmeyra hjá fullorðnum.

Sérstök einkenni:

  • Svín: Beinkröm hjá grísum.  Hjá fullorðnum dýrum geta einkennin verið krampi sem og þunn/viðkvæm bein.
  • Alifuglar: Beinkröm hjá kjúklingum, lélegar fjaðrir, takmarkaður vöxtur.  Hænur eru með veik bein, léleg eggjaskurn, takmörkun á framleiðslu og klaki.

Eitrunareinkenni

Ofgnótt af D-vítamíni getur valdið kölkun í líkamsvefjum s.s. æðum og hjartavöðva.  Til lengri tíma getur ofgnótt valdið því að kalk sé dregið úr beinum og þar af leiðandi gert þau veikari.

Sérstök einkenni:

  • Svín og alifuglar: takmörkun á vexti, veik bein.  Kölkun í æðum og nýrum, hætta á nýrnabilun.

Finnst í kornmeti, aukaafurðum frá myllum, gróffóðri og olíufræjum.  Olíufrækökur og völsuð olíufræ eru léleg uppspretta E-vítamíns.
Í sínu náttúrulega formi er E-vítamín óstöðugt.
Það eru til nokkrar gerðir af náttúrulegu E-vítamíni, algengasta gerðin er Alpha-tocopherol.

Hlutverk

E-vítamín er andoxunarefni.  Verndar fituefni fyrir því að þrána.  Er því nauðsynlegt fyrir margskonar ensímkerfi í lífverum, þar með talið prótein, fitu og orku efnaskipti.
Er nauðsynlegt fyrir ónæmiskerfið.
Mikilvægt fyrir vöðvastarfsemina, vinnur gegn eymslum, harðsperrum og stirðleika.  Nauðsynlegt fyrir frumuöndun (myndun ATP).
Mikilvægt fyrir frjósemi.

Samverkun

Upptaka á selen og A-vítamíni byggist á andoxunarhæfni E-vítamíns.  Í lífverum eru tengsl á milli E-vítamíns og selen, starfa saman við að vernda vefi líkamans fyrir oxun.  E-vítamín og selen koma stundum hvort í annars stað.

Skortseinkenni

Skortur á E-vítamíni getur lýst sér á marga vegu.  Almenn einkenni eru léleg frjósemi, vöðvahrörnun, lélegt almennt ástand og lakara ónæmiskerfi.

Sérstök einkenni:

  • Svín: óreglulegur fengitími, vandamál með að fara aftur í geldstöðu, færri grísir í goti, takmörkun á mjólkurframleiðslu, aukin afföll afkvæma og járneitrun.
  • Geltir: skyndilegur dauði eftir slagsmál, flutning og annarskonar álag.
  • Alifuglar: Takmörkun á klaki.  Hrörnun á taugavef og ósamhæfðar hreyfingar, lömun, vökvasöfnun undir húð.

Eitrunareinkenni

Eitrunareinkenni eru óskráð.  Getur hugsanlega truflað nýtingu á fituleysanlegum vítamínunum A og D (ekki fóðra á stórum skömmtum af E-vítamíni umfram þarfir í langan tíma).

Finnst á nokkrum formum, K3 er virkast.
K1-vítamín finnst í grænum gróðri, finnst aðeins í litlu magni í korni og olíufræum.
K2-vítamín er framleitt af örverum í meltingarveginum.
K-vítamín í fóðri er aðallega á formi K3 (menadione).

Hlutverk

K-vítamín er nauðsynlegt fyrir storknun blóðs, en einnig í mörgum öðrum líffræðilegum ferlum vegna þáttöku þess í ensímkerfum sem eru nauðsynleg í eðlilegum lífsferlum.

Samverkun

Hátt kalkinnihald í fóðri hindrar upptöku á K-vítamíni.

Skortseinkenni

Einkenni skorts á K-vítamíni er aukin tilhneiging til að blæða, jafnvel við minnsta tilefni.  Alifuglar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir K-vítamínskorti.

Sérstök einkenni

  • Svín: blæðing við nafla, blóðugt þvag, blæðingar undir húð og óregluleg öndun.
  • Alifuglar: gríðarlegar innvortis blæðingar og dauði eftir 1-2 daga, blóðsprengd egg, sérstaklega brúnegg.

Eitrunareinkenni

Eitrunareinkenni hafa ekki verið skráð.

Vatnsleysanleg vítamín

Þíamín finnst náttúrulega í öllu fóðri, sérstaklega í aukaafurðum korn-, repju- og mjólkurframleiðslu.  Finnst aðeins í litlu magni í tapioca-, kókos-, kjöt- og beinmjöli.

Vatnsleysanlegt

Hlutverk

Þíamín gegnir mikilvægu hlutverki í kolefnisumbroti og í eðlilegri starfsemi magavefs.
Það er einnig mikilvægt fyrir virkni meltingarvegsins, þ.e.a.s. garnahreyfinga, frásog fitu og virkni ensíma.

Samvirkni

Hátt kolefnainnihald eykur þörf.  Þíamín sem og ríbóflavín eru partur af kolefnisumbroti.

Skortseinkenni

Almenn skortseinkenni eru lystarleysi og lakari vöxtur, neikvæð áhrif á fóðurnýtingu.

Sérstök skortseinkenni:

  • Svín: Lystarleysi, uppköst, mæða af sökum veikingar vöðva í öndunarkerfi.
  • Alifuglar: bólgur í útlægum taugum (beri-beri), blár kambur, lömum á fótum og vængvöðvum, stífni í hálsi og léleg matarlyst.

Eitrunareinkenni

Of mikil neysla getur valdið uppköstum, lystarleysi og lakari heilsa.

Afhending

Hér erum við

Hafa samband