fbpx
Metaðsókn á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður 2018!

Metaðsókn á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður 2018!

Síðastliðna helgi sannaðist það að áhugi landsmanna fyrir íslenskum landbúnaði er mikill, en metaðsókn var í Laugardalshöllina þar sem gestir og gangandi kynntu sér þær vörur og þjónustu sem er í boði fyrir og frá íslenskum bændum.

Að mati sýningarhaldara er talið að um 80-100 þúsund manns hafi komið á landbúnaðarsýninguna, en slær sá fjöldi öll met sýninga sem haldnar hafa verið í Laugardalshöll.  Dæmi voru um að sveitungar sameinuðust í rútur eða flugi til Reykjavíkur af landsbyggðinni til að koma á sýninguna.

Sláturfélag Suðurlands lét sig auðvitað ekki vanta og vorum við með glæsilegan bás þar sem við kynntum okkar vörur.  Ný vörulína frá Equsana var til sýnis ásamt öðrum vörum tengt hestamennsku. Á boðstólnum voru meðal annars SS pylsur og „pulled“ lambakjöt í BBQ sósu frá Stubb‘s.  Reykjagarður bauð upp á kjúklingabollur og niðurrifnar kjúklingabringur í sósu.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu á sýninguna og kíktu til okkar í básinn hjá Sláturfélagi Suðurlands og Reykjagarði.

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband