fbpx

Búvörur SS eru verslanir á vegum búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands. Í dag eru tvær verslanir á landinu, önnur á Hvolsvelli og hin á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin á Hvolsvelli er staðsett á Ormsvöllum 4 og opnaði í lok árs 2017 og hin er á Fosshálsi 1 og opnaði í desember 2018. Einnig höldum við úti netverslun þar sem hægt er að panta flestar okkar vörur og fá sent út um allt land.  

Auk þess að bjóða upp á gæðaáburð frá Yara þá erum við einnig dreifingaraðili á fóðri frá DLG (Dansk Landbrugs Growarelskab) og þeim vörumerkjum sem falla þar undir. Vilofoss, Land&Fritid, Equsana og Mike Hammer falla undir DLG eru eru þekkt vörumerki í Danmörku. Við seljum einnig rúlluplast frá Tenospin og ýmsar aðrar vörur í heyskapinn og bjóðum upp á gott úrval af sáðvöru. 

Við leggjum líka mikla áherslu á hestamennsku og erum með flott úrval af búnaði í hana ásamt því að vera meginstyrktaraðilar Áhugamannadeildarinnar. Equsana er okkar stærsta hestavörumerki, en við bjóðum einnig upp á vörur frá Jóni söðla, Karlslund og ýmsum öðrum. 

Einnig ber að nefna að við erum einn stærsti söluaðili Non-Stop Dogwear á landinu og allar vörur merkisins sem fluttar eru inn má finna í verslun okkar á Fosshálsi. Auk búnaðs fyrir hundinn bjóðum við upp á útbúnað fyrir hundaeigandann, en DogCoach vörurnar sem við flytjum inn eru sérstaklega hannaðar í hundaþjálfun og útvist með hundinum þínum. 

Við leggjum okkur fram við að bjóða persónulega og góða þjónustu og erum sífellt að bæta vöruúrvalið hjá okkur. Við erum alltaf tilbúin að svara spurningum varðandi þær vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á. 

Verslun okkar í Reykjavík (Fossháls 1, 110 Reykjavík)

Opnunartími:  Virka daga á milli 10:30-18:00
Símanúmer: 575-6071

Verslun okkar á Hvolsvelli (Ormsvellir 4, 860 Hvolsvöllur)

Opnunartími: Virka daga á milli 9:00-17:00
Símanúmer: 575-6099

Við erum með sölumenn um land allt sem sjá um pantanir á fóðri, áburði og plasti á sínum svæðum. Einnig er hægt að panta í gegnum síma 575-6070 eða á heimasíðum okkar www.buvorur.is eða www.yara.is. 

Afhending

Hér erum við

Hafa samband