fbpx

Skilmálar

Verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur. Ef mistök eða rangar upplýsingar hafa verið birtar er það leiðrétt eins fljótt og auðið er.

Vöruverð

Verð hverrar vöru er sýnilegt í vefversluninni bæði með og án vsk., án flutningskostnaðar.

Verð vöru getur breyst frá degi til dags. Kaupandi greiðir það verð sem er í gildi við kaupstaðfestingu. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá pöntuninni og Sláturfélag Suðurlands svf. tekur ekki ábyrgð á því.  Sláturfélag Suðurlands svf. mun þá vera í sambandi varðandi úrlausn.

Greiðsla

Greiðslur í vefverslun Sláturfélag Suðurlands svf. fara einungis í gegnum greiðslugátt Borgunar. Þar er hægt að greiða með Visa, Mastercard og American Express.

Greiðslan fer fram á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingarnar eru óaðgengilegar óviðkomandi aðilum. Greiðslan er tryggð í gegnum trausta greiðslumiðlun Borgunar. Allar upplýsingar er varða greiðslukort eru dulkóðaðar með SSL (Secure Socket Layer) og fara þannig beint yfir til Borgunar, upplýsingarnar eru ekki vistaðar á netþjónum Sláturfélag Suðurlands svf.  Ef kort þitt hefur verið misnotað getur þú haft samband við kortafyrirtæki þitt um bakfærslu.

Flutningur

Eimskip sér um flutning á fóðri, plasti og sáðvöru og miðast flutningskostnaður við þyngd og áfangastað. Ef vörur eru sendar með Flytjanda hefur fulltrúi okkar samband varðandi greiðslu flutnings.

Íslandspóstur sér um flutning á fatnaði og annari smávöru og greiðir móttakandi sendingarkostnað.

Skilareglur

Skilavara skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og í söluhæfu ástandi. Ekki er heimilt að skila vörum sem eru hættar í sölu eða sérpantaðar.

Af öryggisástæðum er með öllu óheimilt að skila fóðri og bætiefnum ef umbúðir hafa verið rofnar. Einungis eru gerðar undantekningar á þeirri reglu ef vara reynist gölluð.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Ef vöru sem keypt er í netverslun er skilað er það á ábyrgð kaupanda að skila henni í næstu verslun eða greiða kostnað við endursendingu.

Gallaðar vörur

Ef um gallaða vöru er að ræða skal viðskiptavinur hafa samband í gegnum buvorur@ss.is um leið og gallinn uppgötvast. Starfsmenn meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort um vörugalla sé að ræða og hvaða úrlausn hentar best. Við áskiljum okkur rétt til þess að ráðfæra okkur við birgja í viðeigandi tilfellum.

Vara sem er rangt notuð eða illa meðhöndluð og skemmist vegna þess telst ekki gölluð og fæst ekki bætt.

Útsöluvörur

Útsöluvörum fæst hvorki skipt né skilað. Undantekning er einungis gerð ef viðskiptavinur þarf að skipta um stærð.

 

Afhending

Hér erum við

Hafa samband