fbpx
Select Page

Skilmálar

Verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur.

Vöruverð

Verð hverrar vöru er sýnilegt í vefversluninni með vsk. og án flutningskostnaðar.

Verð vöru getur breyst frá degi til dags. Kaupandi greiðir það verð sem er í gildi við kaupstaðfestingu. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá pöntuninni og Sláturfélag Suðurlands svf. tekur ekki ábyrgð á því.  Sláturfélag Suðurlands svf. mun þá vera í sambandi varðandi úrlausn.

Ef mistök eða rangar upplýsingar hafa verið birtar er það leiðrétt eins fljótt og auðið er.

Greiðsla

Greiðslur í vefverslun Sláturfélag Suðurlands svf. fara einungis í gegnum greiðslugátt Borgunar. Þar er hægt að greiða með Visa, Mastercard og American Express.

Greiðslan fer fram á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingarnar eru óaðgengilegar óviðkomandi aðilum. Greiðslan er tryggð í gegnum trausta greiðslumiðlun Borgunar. Allar upplýsingar er varða greiðslukort eru dulkóðaðar með SSL (Secure Socket Layer) og fara þannig beint yfir til Borgunar, upplýsingarnar eru ekki vistaðar á netþjónum Sláturfélag Suðurlands svf.  Ef kort þitt hefur verið misnotað getur þú haft samband við kortafyrirtæki þitt um bakfærslu.

Flutningur

Eimskip sér um flutning á fóðri, plasti og sáðvöru og miðast flutningskostnaður við þyngd og áfangastað.
Íslandspóstur sér um flutning á fatnaði og greiðir móttakandi sendingarkostnað.

Skilareglur 

1. Ef vara reynist gölluð þarf að hafa samband á buvorur@ss.is innan við viku frá móttöku vöru.

2. Gölluð vara er bætt með nýrri vöru eða endurgreidd.

3. Gallaðri vöru skal skilað/ endursend á kostnað seljanda með samþykki hans.

 

Afhending

Hér erum við

Hafa samband