fbpx
Verðlækkun á Yara áburði

Verðlækkun á Yara áburði

Yara birti verðskrá 12. desember s.l. Frá þeim tíma hefur köfnunarefnisáburður lækkað á erlendum mörkuðum. Verð á gasi til köfnunarefnisframleiðslu hefur lækkað, m.a. vegna hlýinda í Evrópu í desember og janúar.

Við viljum koma ávinningi af lækkun köfnunarefnis til bænda og gefum út nýja verðskrá á Yara áburði. Við aukna eftirspurn á áburði á komandi mánuðum gæti verð á áburði tekið að hækka aftur eins og reynslan hefur sýnt. Af þeim sökum munum við fljótlega loka endanlega því áburðarmagni sem við tökum til landsins í vor. Við hvetjum því bændur sem hyggjast kaupa Yara áburð að ganga frá pöntun sem fyrst.

Umtalsverð verðlækkun

Verðlækkun frá verðskrá 12. desember er allt að 9%. Mest er lækkun á hreinum köfnunarefnistegundum eins og OPTI-KAS, OPTI-NS og á NPK 25-2-6. Aðrar algengar þrígildar tegundir eru að lækka allt að 6%. Það sem vegur á móti frekari verðlækkun er mikil gengisveiking á undanförnum vikum.

Frí heimkeyrsla á áburði framlengd til 15. febrúar

Til að koma til móts við þá bændur sem dregið hafa að ljúka áburðarpöntun þar sem verð frá öðrum áburðarsölum hefur ekki legið fyrir þá framlengjum við tilboði um fría heimkeyrslu fram til 15. febrúar n.k.

Þeir fjölmörgu bændur sem nú þegar hafa pantað Yara áburð njóta einnig þessarar verðlækkana sem og bændur sem keyptu birgðir í haust.

 

Fréttina er að finna með því að fylgja linknum: Verðlækkun á Yara áburði

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband