fbpx
Undirplast í stað nets fyrir heyrúllur

Undirplast í stað nets fyrir heyrúllur

Gerð var rannsókn í Swedish University of Agricultural Sciences þar sem athuga átti hvort það væri marktækur munur á því að nota undirplast fyrir heyrúllur í stað nets.
Það sem vitað var, áður en rannsóknin hófst, er að net hjálpar til að viðhalda lögun rúllunnar, en það bætir ekki lofteinangrun.  Net og rúlluplast þarf að flokka í sitthvoru lagi fyrir endurvinnslu.

Vildu rannsakendur athuga hvort það að nota undirplast í stað nets, myndi gera það að verkum að færri umferðir þyrfti af rúlluplasti og hvort það myndi hafa áhrif á gæði heys.

Tilgátan var sú að undirplast myndi tryggja betri lofteinangrun og bæta gæði heys.

Í rannsókninni var notast við 36 heyrúllur þar sem notað var undirplast (17µm, 1390mm, 3 laga) á 18 stk og net á 18 stk.  Einnig var athugaður munur á því að fara 4, 6 og 8 umferðir með rúlluplasti fyrir bæði net og undirplast.  Notast var við McHale Fusion 3 Plus í rannsókninni.

Undirplast gaf betri niðurstöður

Með því að nota undirplast í stað nets:

  • Betri innsiglun
  • Hærra CO² innihald
  • Fyrirferðaminni heyrúllur
  • Minni mygla
  • Lægra ammóníak

Fleiri umferðir af rúlluplasti gáfu:

  • Betri innsiglun
  • Hærra CO² innihald
  • Þéttari heyrúllur
  • Minni mygla
  • Meira af WSC (water-soluble carbohydrates eða vatnsleysanleg kolvetni)

Niðurstaðan

Það að skipta út neti fyrir undirplast tryggir betri lögun heyrúlla, betri innsiglun, hærra magn CO2 og minni myglu.  Það er ekki mælt með að fækka umferðum rúlluplasts niður í fjórar.

Heimild: Spörndly, R. & Nylund, R., 2016. Net replacement film in round bale ensiling of ley crops. Höglind et al (Eds), Grassland Science in Europe, Vol 21, European Grassland
Federation, p 284-286.

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband