fbpx
Íslenskir bændur og SS styrkja rannsóknir á krabbameini.

Íslenskir bændur og SS styrkja rannsóknir á krabbameini.

Vor og sumar 2016 var í fyrsta skipti sem íslenskum bændum bauðst að kaupa bleikt rúlluplast.  Hluti af ágóðanum rann til rannsókna á brjóstakrabbameini en safnaðist 900.000 kr (3€ (425 kr) af hverri seldri rúllu).  Styrkurinn skiptist á milli þriggja aðila; bænda, Trioplast (sænska plastframleiðandans) og þeirra sem seldu bleika plastið hérlendis.

Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, Kolbrún Silja Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóri, Krabbameinsfélags Íslands og Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands.

2017 bættist við blátt plast, en salan á því að styrkir rannsóknir á blöðruhálskrabbameini. Það árið safnaðist samtals 1,2 milljónir og skiptist salan jafnt á milli bleika og bláa plastsins.

Í ár bætist við gult plast og mun ágóðinn af sölunni á því renna til rannsóknasjóðs krabbameinsveikra barna.  Við hjá Sláturfélagi Suðurlands bíðum spennt eftir að sjá þessa fallegu liti prýða tún bænda.

Bleiku, bláu og gulu rúll­urn­ar verða 1.900 metr­ar að lengd en hinar hefðbundnu hvítu, svörtu og grænu eru all­ar 1.500 metra lang­ar. Þó bleiku, bláu og gulu plastrúll­urn­ar séu þannig ei­lítið dýr­ari, eða 10.950 krón­ur miðað við 9.295 krón­ur í til­felli grænu og hvítu eða 9.045 í til­felli svörtu, þá er metra­verð þeirra tals­vert ódýr­ara en hinna.      Svo virðist því sem bænd­ur geti sparað sér skild­ing­inn og um leið styrkt Krabba­meins­fé­lagið.

Smelltu hér til að panta plast:

Gult rúlluplast 

Bleikt rúlluplast

Blátt rúlluplast

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband