fbpx
Spurning 1: Orkulaus og þungur hestur

Spurning 1: Orkulaus og þungur hestur

Sumar spurningar fáum við nokkuð reglulega og höfum við ákveðið að setja svörin inn á síðuna hjá okkur svo fleiri geti lesið.  Hér er fyrsta spurningin í þessari röð.

Hvar er best að byrja?

Það fyrsta sem þarf að skoða er hvernig er heyið?  Ef til er heyefnagreining þá er auðvelt að sjá hvort það skorti einhver efni og hversu mikið á að gefa af því.  Ef heyefnagreining er ekki til staðar þá gerum við ráð fyrir því að við þurfum að uppfylla einhverjar steinefna- eða vítamínþarfir.

Hvaða steinefnablöndu á að velja?

Í þessu tilfelli er verið að tala um hest sem gæti verið að eiga við einhverskonar orkuskort.  Járnskortur getur til dæmis valdið orkuleysi og sleni.  Til að uppfylla járnþörf þarf að vera nægilegt magn af járni í fóðrinu, en einnig þarf að passa að nægilegt framboð sé af kopar, þar sem kopar aðstoðar við upptöku á járni.

Skortur á kopar getur valdið ýmsum vandamálum, þar á meðal orkuleysi, blóðskorti, stökkum beinum, lakara ónæmiskerfi, liðverkjum og þyngdartapi.

Til að uppfylltar séu bæði járn- og koparþarfir mælum við með Equsana Premium Vit, en sú steinefnablanda er mjög há í bæði járni og kopar.

Hvað á að gefa mikið af Equsana Premium Vit?

Í þessu tilfelli myndum við mæla með fullum skammti af Premium Vit, sem er 140 gr á dag.  Þegar hesturinn hættir að sýna einkenni skorts má svo minnka skammtinn niður í 120 gr/dag.

Equsana Premium Vit í 5 kg fötum Equsana Premium Vit í 15 kg pokum

Þegar steinefnaskortur er ekki lengur til staðar

Þegar búið er að sjá hestinum fyrir öllum steinefnum og vítamínum sem þörf er á, þá er vert að skoða hvaða kjarnfóður myndi henta best.

Equsana Iceland er kjarnfóður sem er sérhannað fyrir íslenska hestinn.  Kjarnfóður er í raun fóður sem inniheldur hlutfallslega meiri orku pr kg en hey.

Að bæta við kjarnfóðri

Gott er að fara varlega í það að byrja að gefa kjarnfóður, en melting hestsins þarf tíma til að aðlagast fóðurbreytingunni.  Við mælum með að byrja smátt (td með 250 gr/dag) og auka svo smám saman við gjöfina.  Hjá hestum fer aðal melting kolvetnis fram í ristlinum, þar er örveruflóra sem sér um að brjóta niður kolvetni og mynda fitusýrur.  Þessar fitusýrur fara svo út í blóðrásina og gefa hestinum orku.
Ef það verða snöggar fóðurbreytingar getur það haft þau áhrif á örveruflóruna að jafnvægi hennar raskast, hlutfall fitusýra sem framleiddar eru breytist og geta sumar þeirra valdið bólgusvörun hjá hestinum.  Equsana Iceland er þó samsett á þann hátt að það hefur ekki jafn mikil áhrif á þessa örveruflóru og mörg kjarnfóður á markaðnum.  Það þýðir að það tekur hrossin styttri tíma að aðlagast Equsana Iceland.

Ef rétt er farið að þá er kjarnfóður frábær viðbót við fóðrun reiðhesta og góð lausn til að auka við orku án þess að þurfa að auka við heygjöfina.

Equsana Iceland 15 kg

Keppnistímabilið

Þegar kemur svo að keppnistímabilinu og knapinn telur að hestinn skorti auka orku fyrir þá vinnu sem hann þarf að sinna, þá er gott að skoða Equsana Power Flakes.
Það inniheldur auðmelta sterkju, sem gefur keppnis- og kynbótahrossum þá auka orku sem þau þurfa.  Fitan í fóðrinu eykur úthald og dregur úr myndun mjólkursýru.
Equsana Power Flakes inniheldur einnig auðmelt hágæða prótein sem er ákjósanlegt fyrir þroska og viðhald vöðva.

Equsana Power Flakes má nota með Equsana Iceland, eða eitt og sér með heyi.  Gott er að byrja smátt, en auka svo skammtinn smám saman.

 
Equsana Power Flakes 15 kg

Þetta eru okkar ráðleggingar varðandi þennan hest.  Við tökum alltaf vel á móti spurningum um fóðrun svo ekki hika við að hafa samband!

Höfundur: Sigrún Edda Halldórsdóttir, B.sc. í hestafræði.

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband