fbpx
Stalosan F – Nokkrar staðreyndir

Stalosan F – Nokkrar staðreyndir

Er Stalosan í raun dýrasti þurri sótthreinsimiðillinn á markaðinum?

Þessi misskilningur er oft notaður gegn Stalosan en er svo sannarlega ekki réttur.  Í raun þá er Stalosan líklega ódýrasti sótthreinsimiðillinn sem þú getur notað.

Á námskeiði sem var haldið í Bangkok í mars á þessu ári var haldinn fyrirlestur þar sem útskýrt var hvernig Stalosan er ódýrasti sótthreinsimiðillinn sem hægt er að fá, en hann er einnig sá sem virkar best af þeim þurru sótthreinsimiðlum sem eru í boði.
Þetta er ofur einfalt.  Það þarf ekki annað en að skoða það magn sem samkeppnisaðilar mæla með að sé notað af sínum vörum, til að sjá að Stalosan er ódýrasta lausnin miðað við fermeter.

Stalosan er ódýrast og það sem mikilvægara er, það er betra en aðrar vörur sem seldar eru í sama tilgangi.

Sumir samkeppnisaðilanna mæla með að nota 50-100 gr af þeirra vöru í hverri viku.  Hvað þýðir það?  Á að nota 50 gr eða 100 gr?  Hvað heldur þú?  Hver eru áhrifin af því að nota þetta magn og hvar eru rannsóknir þeirra og niðurstöður?

Sem sagt, Stalosan er ódýrasti sótthreinsimiðillinn í notkun.

Þessari staðreynd má bæta við listann yfir þau atriði sem sanna að Stalosan sé ofar öðrum vörum frá samkeppnisaðilum

  • Stalosan getur dregið í sig mikið magn vökva og hefur lágt sýrustig
  • Stalosan er ódýrasta leiðin til að sótthreinsa umhverfi húsdýra
  • Stalosan hefur fulla virkni við aðeins 50 gr/m2 einu sinni í viku
  • Stalosan er skaðlaust húsdýrum og umsjónarmönnum þeirra
  • Stalosan getur fært sannanir fyrir öllum staðhæfingum um virkni
  • Stalosan hefur hátt verð pr kg, en lágt verð pr m2
  • Stalosan hefur verið vandlega rannsakað

Margar vörur líka eftir Stalosan – en engin þeirra er eins og Stalosan.

Stalosan útvegar ódýrustu sótthreinsimeðferð sem er í boði á markaðnum.

Ef það eru einhverjar spurningar eða vafamál varðandi fyrrnefnd atriði þá ekki hika við að hafa samband við okkur í tölvupósti eða síma.  Við erum alltaf tilbúin að veita frekari aðstoð eða útskýringar.

 

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband