fbpx
Omega 3 fitusýrur auka heilbrigði

Omega 3 fitusýrur auka heilbrigði

Hæfilegt hlutfall Omega 3 fitusýra hefur reynst vel þegar kemur að því að minnka bólgur í líffærakerfi hrossa og styrkja ónæmiskerfið gegn ofnæmi, húðvandamálum, öndunarerfiðleikum og liðavandamálum.

Nútímafóðrun hrossa skapar stundum rangt hlutfall Omega 3 og Omega 6 fitusýra þ.e.a.s. til verða of litlar birgðir af Omega 3 og of miklar af Omega 6. Korntegundir eins og hafrar og maís ásamt ýmsum jurtaolíum innihalda Omega 6 í miklu magni. Hey og gras birgir hestinn upp af Omega 3 þrátt fyrir lágt fituinnihald. Það er samt sem áður stundum ekki nóg fyrir líffærakerfi hestsins.
Of mikið Omega 6 og of lítið af Omega 3 getur aukið hættu á bólgum í líkamanum.  Af þessum sökum ætti að sjá til að nægilegt magn af Omega 3 sé í fóðurskammti hestsins til að vinna á móti bólguaukandi eiginleikum Omega 6. Omega 3 fitusýrurnar docosahexaenoic sýra (DHA) og eicasopentaenioc sýra (EPA) hafa mesta virkni og eru því ákjósanlegastar þegar gefa á hestinum Omega 3 heilsunnar vegna.

Omega 3 styrkir…

Hæfilegt hlutfall Omega 3 fitusýra hefur reynst vel þegar kemur að því að minnka bólgur í líffærakerfi hrossa og styrkja ónæmiskerfið gegn ofnæmi, húðvandamálum, öndunarerfiðleikum og liðavandamálum. Omega 3 eykur frjósemina hjá kynbótahrossum, bætir gæði mjólkur hjá hryssum og flutning mótefna til folaldsins.  Sæðisgæði, hreyfanleiki sæðis og líftími þess eykst einnig.  Hörfræ og hörfræolía auka alfa-linolenic sýru (ALA) í fóðurskammt hestsins, sú fitusýra þarf svo að umbreytast yfir í DHA og EPA í líkamanum. Þessi umbreyting hefur þó enn ekki verið rannsökuð til hlítar og getur því verið gagnslítil.  Þess vegna er mælt með að gefa hestinum EPA og DHA fitusýrur sem hann getur strax farið að nýta, til að ná bestum árangri.

Omega 3

Þegar hestur er að glíma við einhver vandamál í öndunarfærum getur það haft þau áhrif að afköst hestsins minnka.  Þrálát vandamál í öndunarfærum er ekki hægt að lækna en þó geta bætiefni minnkað einkennin og þar með aukið möguleika hestsins á betri afköstum.  Það hefur sýnt sig að Omega 3 fitusýrur hafa jákvæð áhrif á hesta með vandamál í öndunarfærum. Rannsóknir sýna að hestar, með recurrent airway obstruction (RAO) eða inflammatory airway disease (IAD), sem fengu daglegan skammt af docosahexaenoic sýru (DHA) sýndu margar jákvæðar breytingar á heilsufarinu.

Eftir að hafa fengið DHA fitusýrur í tvo mánuði höfðu hestar sem voru með RAO og IAD sjúkdóma í öndunarfærum minni einkenni.  Hósti hafði minnkað um 60%, töluverð bæting hafði orðið á lungnastarfsemi, byggt á 48% minni áreynslu við öndun.  Lungnarannsóknir sýndu fram á betra heilbrigði í neðri hluta barkans vegna minni bólgu og að DHA gildi í blóðinu voru 10 sinnum hærri en í upphafi rannsóknarinnar.

Í þessari rannsókn voru hrossunum gefnir fóðurkögglar með litlu ryki. Þetta hafði einnig áhrif á samanburðarhópinn (33% minni hósti, 27% minni áreynsla við öndun) samt ekki jafn mikið og á hrossin sem fengu aukalega DHA.

Grein þýdd úr tímaritinu Islansk Hest (desember, 2016)

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband