fbpx
Sprettur og Equsana styrkja keppendur félagsins á LM 2018

Sprettur og Equsana styrkja keppendur félagsins á LM 2018

Hestamannafélagið Sprettur, Equsana á Íslandi og fleiri fyrirtæki styrktu keppendur félagsins fyrir Landsmót hestamanna 2018.  Það er ánægjulegt þegar hestamannafélög styðja svo vel við meðlimi sína og eiga framkvæmdarstjóri Spretts og aðrir sem komu að því að safna styrkjum hrós skilið.  Við óskum auðvitað öllum keppendum landsmóts góðs gengis og fylgjumst spennt með.

Barnaflokkur Spretts

Allir keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki fengu eftirfarandi gafir frá Equsana; snyrtitösku fyrir hross sem inniheldur m.a. kamba, bursta, svamp og feld og faxgljáa, einnig ábreiðu fyrir hrossin og stallmúl, jakka, vesti, peysu og þrjá stuttermaboli með merkingum Equsana og fleiri styrktaraðila.

Unglingaflokkur Spretts

Ungmennaflokkur Spretts

Allir hestar sem keppa fyrir hönd Spretts í A eða B flokki fengu ábreiðu frá Equsana og tóku knapar eða eigendur hestanna við gjöfinni.

B-Flokkur Spretts

A-Flokkur Spretts

 

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband