fbpx
Ný heimasíða, netleikur og útsala!

Ný heimasíða, netleikur og útsala!

Líkt og glöggir viðskiptavinir gætu hafa tekið eftir var ný heimasíða SS Búvara sett í loftið nýlega. Í tilefni þess ætlum við að setja af stað smá leik!

Leikurinn er einfaldur. Til að eiga möguleika á að vinna þarft þú einungis að svara einni laufléttri spurningu. Þann 26.ágúst munum við svo draga út þrjá vinningshafa úr réttum svörum og hlýtur hver þeirra 10.000 króna gjafabréf sem gilda í verslunum okkar.

Smellið hér til að taka þátt í leiknum: https://www.buvorur.is/netleikur/

En það er ekki allt og sumt! Við ætlum einnig að vera með glæsilega útsölu dagana 12. -25. ágúst 2019. Þá setjum við allan fatnað (nema skó) frá Equsana og Mike Hammer á 20-50% afslátt. Einnig verða ýmsar aðrar Equsana vörur á afslætti t.d. snyrtidót, ábreiður, stallmúlar og margt fleira! Allir landsmenn geta nýtt sér þessi kostakjör því útsalan verður í báðum verslunum okkar og einnig á nýju heimasíðunni.

Endilega kíktu til okkar að skoða þessi glæsilegu tilboð á Fossháls 1 (gengið inn Draghálsmegin) eða á Ormsvelli 4, Hvolsvelli, á hefðbundnum opnunartíma verslana okkar.

Heimasíðan er svo að sjálfsögðu alltaf opin og hægt er að leggja inn pöntun þar hvenær sem er.

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband