fbpx
Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands

Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands

  • Fimm nýjar tegundir af kúafóðri
  • Verðlækkun á kúafóðri 2,5%
  • Verðlækkun á fóðri fyrir kálfa og nautaeldi 11 – 16%
  • Nýr fóðurbíll tekinn í notkun

SS kynnir nú fimm nýjar tegundir af kúafóðri við þær tvær tegundir sem fyrir eru. Bændur geta því valið um sjö tegundir allt eftir því hvað hentar með gróffóðri á hverjum tíma.

Nýju fóðurblöndurnar SS 17 LUX og SS 21 LUX eru fyrir hámjólka kýr en SS ISLAND 14, 16 og 19 eru orkuríkar alhliða blöndur fyrir kýr. Nánari upplýsingar um blöndurnar er finna á heimasíðu búvörudeildar SS buvorur.is og hjá sölumönnum í síma 575 6000.

Áfram eru í boði SS 16 nGMO og SS 20 nGMO óerfðabreytt kúafóður. Þessar blöndur hafa reynst ákaflega vel og eru jafnframt valkostur fyrir bændur sem vilja óerfðabreytt fóður. SS lækkar verð á þeim um 2,5% frá 15. október.

SS lækkar verð á fóðri fyrir kálfa og nautaeldi um 11 – 16% frá 15. október.

SS er býður þrjár tegundir af fóðri fyrir kálfa og nautaeldi. Komkalv Start piller. Kálfafóður fyrstu 3 mánuðina. Luxkalv Top. Millifóður frá 3ja mánaða til 200 kg og Beefkalv Maxi. Óerfðabreytt lokafóður fram að slátrun.

Nýr fóðurbíll er kominn í notkun og er hann kærkominn viðbót inn í flutningskerfið. Með fóðurbílnum opnast nýir möguleikar til dreifingar á fleiri tegundum af fóðri með þeim þremur gámagrindum sem fyrir eru.

Reykjavík, 16. október 2019

Sláturfélag Suðurlands svf.

Nánari upplýsingar veitir:

Elías Hartmann Hreinsson deildarstjóri búvörudeildar – Sími 575 6000 – elias@ss.is

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband