fbpx

Glacier Wool Jacket 2.0

Glacier Wool Jacket 2.0

22.990 kr.24.690 kr. Verð með vsk

18.540 kr. – 19.911 kr. Verð án vsk

Vörunúmer: NS3240 Flokkar: ,

Lýsing

Glacier Wool Jacket er vetrarjakki fyrir hunda. Jakkinn skiptist í 3
lög. Skelin er vindheld og vatnsheld (að 10.000 mm), næst kemur lag af
endurunni ECO einangrun, og svo er ullarlag sem situr næstu hundinum.

Það er löng hefð fyrir ull í Noregi, sem og á Íslandi, enda er hún
frábært efni. Þegar ull dregur í sig raka kólnar hún ekki líkt og
önnur efni og svo andar hún einstaklega vel. Þar af leiðandi er
líkamshitinn í góðu jafnvægi, sama hvert hitastigið er. Ull er einnig
sjálfbært efni. Mjúkt ullarlagið sem er innan í Glacier Wool tryggir
því að hundinum þínum líði vel þó svo að blautt og kalt sé í veðri.

Líkt og aðrar Non-stop dogwear vörur er Glacier Wool hannaður með
hreyfingafrelsi hundsins í huga. Þessi nýjasta uppfærsla kemur í nýju
sniði sem fellur ennþá betur að líkama hundsins. Einnig hafa verið
sett lítil göt á brjóststykkið til að vatn safnist ekki saman undir
brjóstkassa hundsins.

Hægt er að stilla teygjur við herðar, háls og skottrót svo jakkinn
passi hundinum ennþá betur. Einnig eru teygjur við afturfætur sem hægt
er að smeygja fótunum í gegnum til að koma í veg fyrir að vindur feyki
aftari hluta jakkans upp. Sérstakar rifur til að tengja taum í hálsól
og brjóstbeisli eru á bakinu. Tvær endurskinsrendur eru á hvorri hlið
jakkans.

Glacier Wool kemur í léttum poka og auðvelt er að brjóta jakkann saman
og geyma hann þar.

Þvottaleiðbeiningar:

Ef jakkinn verður skítugur er best að reyna fyrst að strúkja blettina
af með vatni sem fyrst. Ef þú vilt setja jakkann í þvottavél ætti hann
að fara á ullarprógram með sérstakri ullarsápu. Jakkinn má ekki fara í
þurrkara.

Stærðir: (mælið baklengd hundsins frá herðum aftur að skottrót).
24: 22 - 26 cm
27: 25 - 29 cm
30: 28 - 32 cm
33: 31 - 35 cm
36: 33 - 39 cm
40: 37 - 43 cm
45: 42 - 48 cm
50: 47 - 53 cm
55: 52 - 58 cm
60: 57 - 63 cm
65: 62 - 68 cm
70: 64 - 76 cm
80: 74 - 86 cm
90: 84 - 96 cm

Ef hundurinn er á milli stærða er betra að taka þá stærri.

Ef sú stærð sem þig vantar er ekki til getum við sérpantað fyrir þig!
Hafðu samband á buvorur@ss.is eða í síma 575-6071 og við könnum málið.
Athugið að sérpantanir eru bindandi og geta tekið nokkrar vikur að
berast.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Glacier Wool Jacket 2.0”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband