fbpx

Fjord Raincoat black/orange

NS2963A

Fjord Raincoat black/orange

15.990 kr.16.990 kr. Verð með vsk

12.895 kr. – 13.702 kr. Verð án vsk

Vörunúmer: NS2963A Flokkar: ,

Lýsing

Frábær regnkápa frá Non-stop sem heldur hundinum þurrum og hreinum í
rigningunni. Ytra lag kápunnar er endingargóð pólýester skel sem er
vind- og vatnsheld að 15.000 millimetrum. Innra lagið er himna sem
andar vel og heldur feldinum í góðu standi. Stykkið sem gengur undir
bringuna er að hluta úr neti sem kemur í veg fyrir að vatn safnist
milli hundsins og kápunnar þegar það rennur af bakstykkinu. Stór krag
sem hægt er að bretta upp og niður eftir hentugleika hlífir svo hálsi
hundsins.

Hægt er að þrengja kápuna við háls, herðar og skott hundsins svo hún
hentar hundum af öllum stærðum og gerðum. Einnig má stilla lengd
strappans sem gengur yfir miðjan hundinn. Við afturfætur eru svo
teygjur sem má nota til að koma í veg fyrir að aftari hluti kápunnar
fjúki upp í roki. Op er á baki kápunnar til að festa taum í beisli og
sterkt endurskin tryggir að hundurinn sé sýnilegur í skammdeginu.

Hundurinn er frjáls í öllum hreyfingum þegar hann er í kápunni og
getur beitt sér af fullum krafti. Kápan er einnig einstaklega létt.

Fjord Raincoat er fáanleg í bláu, fjólubláu, appelsínugulu og grænu.

Stærðir: (mælið baklengd hundsins, frá milli herðablaða aftur að
skottrót).

24: 22 - 26 cm
27: 25 - 29 cm
30: 28 - 32 cm
33: 31 - 35 cm
36: 33 - 39 cm
40: 37 - 43 cm
45: 42 - 48 cm
50: 47 - 53 cm
55: 52 - 58 cm
60: 57 - 63 cm
65: 62 - 68 cm
70: 64 - 76 cm
80: 74 - 86 cm
90: 84 - 96 cm

Ef hundurinn er á milli stærða er mælt með því að taka stærri
stærðina.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Fjord Raincoat black/orange”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband