fbpx

AJ Gærudýna 2 litir

AJ Gærudýna 2 litir

29.900 kr. Verð með vsk

24.113 kr. Verð án vsk

Vörunúmer: AJ Flokkur:

Lýsing

AJ dýnan er unnin úr íslenskri gæru sem kemur frá Loðskinni ehf. á
Sauðárkróki. Hærða hliðin snýr að hestinum, þannig er náttúrulegt efni
næst hrossinu og það heldur bakinu hlýju. Dýnan dregur einnig í sig
svitann af baki hestsins. Hliðin sem snýr að hnakknum er gerð úr
rúskinni sem heldur honum stöðugum.
Áríðandi er að áður en gjörðin er spennt þarf að taka í dýnuna
samtímis að aftan og framan og kippa henni upp á milli undirdýnanna á
hnakknum. Við þetta opnum við fyrir eðlilega loftun um hrygg hestsins
og tryggjum rétta þyngdardreifingu á hnakk og knapa.
Dýnan er hönnuð í samstarfi við reiðkennarana Sölva Sigurðsson og
Björn Sveinsson. Reiðkennarinn og afrekshestamaðurinn Ísólfur Líndal
mælir með notkun AJ-Dýnunnar og notast eingöngu við hana í þjálfun og
keppni.
Þvottaleiðbeiningar: Dýnuna má þvo í þvottavél á 40° en einungis skal
notast við lífræna sápu, t.d. lopasápu eða brúnsápu. Best er að þurrka
dýnuna í þurrkara en einnig má þurrka hana á ofni á vægum hita.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “AJ Gærudýna 2 litir”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband