Lýsing
Upphitað vesti frá Mike Hammer sem veitir góðan hita og hentar velfyrir þá sem sinna útiveru á öllum tímum ársins.
Vestið er úr fóðruðu léttu efni með flís á hliðunum og sérstaklega
hannað til að passa þægilega á líkamann, svo þú fáir sem mest út úr
hitanum. Það eru samtals 4 hitasvæði á vestinu, á mjóbaki, efra baki
og sitthvoru megin við bringuna, þannig þú færð hlýju um allan efri
hluta líkamans. Til að tengja hitann í vestið er notast við
hleðslubanka (fylgir ekki með) í gegnum USB tengi í innri vasa
vinstra megin. Með því að tengjast í gegnum USB getur þú valið stærð
hleðslubanka sem hentar þínum þörfum. Með t.d. 10,000mAh
hleðslubanka getur vestið enst í um 3 klukkustundir á hæsta
hitastiginu og um 5 klukkustundir við lægsta hitastig.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar