fbpx
Select Page

Safe Life Jacket

Safe Life Jacket

22.000 kr. Verð með vsk

17.742 kr. Verð án vsk

Clear
Vörunúmer: NS173 Flokkur:

Lýsing

Jafnvel sundglöðustu hundar geta skyndilega þreyst eða fengið krampa
og Safe Life björgunarvestið heldur hundinum á floti ef það gerist.
Flotþættir vestisins gera það einnig að verkum að sundtækni hundsins
verður betri sem bætir gæði hreyfingarinnar. Á bakinu er gott
handfang, og sterkar festingar undir brjóstkassa hundsins dreifa
álaginu vel ef eigandi þarf að lyfta hundinum úr vatninu. Málmhringur
er á aftari hluta vestisins sem hægt er að krækja línu í ef eigandi
vill hafa meiri stjórn á hundinum og lítill vasi fyrir taum er alveg
aftast.
Einnig er hægt að nota vestið fyrir hunda sem synda sem hluta af
endurhæfingu. Vestið bætir sundtækni hundsins og einn málmhringur er á
hvorri hlið sem hægt er að lykkja í til að stjórna, leiðrétta og/eða
þyngja sundið.
Vestið er í björtum rauðum lit með góðu 3M endurskini svo auðvelt er
að koma auga á hundinn í öllum skilyrðum. Undir brjóstkassanum er
netefni sem gerir það að verkum að vatn safnast ekki milli hundsins og
vestisins.
Björgunarvestið er framleitt í stærðum 2 til 8 og er stillanlegt um
háls og brjóstkassa.

Stærð 6
Þyngd hunds: 15-35kg
Lengd vestis: 42cm

Eins og er er stærð 6 sú eina sem er til á lager en hægt er að
sérpanta aðrar stærðir. Hafið samband á buvorur@ss.is eða í síma
575-6071 á opnunartíma verslunar á Fosshálsi. Athugið að sérpantanir
geta tekið nokkrar vikur að berast.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Safe Life Jacket”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Afhending

Hér erum við

Hafa samband