Lýsing
Loppuvaxið frá Non-Stop inniheldur aðeins náttúruleg efni.Græðandi fyrir þurra og sprungna þófa og kemur í veg fyrir eymsli.
Vaxið skal bera á fyrir og eftir hreyfingu. Má einnig notast sem
fyrirbyggjandi meðferð.
Mælt með fyrir hunda sem ganga mikið á grófu eða sendnu undirlagi eða
þar sem gönguleiðir eru saltaðar á veturnar.
Loppuvaxið má einnig nota í stoppum þar sem er snjór.
Vaxið kemur ekki í veg fyrir náttúrulega öndun húðarinnar og hleypir
út raka.
Inniheldur: repju, kókos, ólífuolíu, bývax, sólblómaolíu, laktóferrín,
morgunfrú, rósmarín, baldursbrá, gullblóm, límónen, línalól
( Bassica napus, cocos nucifera, olea europea, cera flava, helianthus
annus, lactoferrin, calendula officinalis, rosmarinus officinalis,
chamaemelum nobile, arnica montana, organic limonen, organic linalool)
Sedda –
Prófaði loppuvaxið á 13 ára labradorblendinginn minn. Hún var með þurra og sprungna þófa, líklega eftir saltið og sandinn á gangstéttunum. Fyrsta skiptið var hún greinilega aum og vildi helst ekki leyfa mér að bera þetta á, en ég fann ótrúlegan mun daginn eftir. Þófarnir voru augljóslega mýkri og hún var ekki lengur jafn aum og alveg til í að leyfa mér að bera vaxið á. Mæli 100% með loppuvaxinu frá Non-Stop!